Alur Álvinnsla ehf

Alur Álvinnsla er staðsett á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga og felst meginstarfsemin í að taka við álgjalli sem til fellur við frumframleiðslu áls hjá álverinu í Straumsvík og Norðuráli á Grundartanga. Alur hefur verið með starfsemi á Grundartanga frá árinu 2012, en fyrirtækið var stofnað í Helguvík árið 1998. Árleg framleiðsla áls er um 2.500 tonn af áli úr um 7 þúsund tonnum af álgjalli. Fyrirtækið hefur starfsleyfi til þess að taka á moti 15.000 tonnum af álgjalli árlega til ársins 2025. Átta manns starfa hjá Al álvinnslu og hefur fyrirtækið samstarfsaðila í Bretlandi og Þýskaland, auk þess að hafa sótt heim verksmiðjur í Póllandi og Noregi.

Sýningunni #ENDURVINNUMÁLIÐ verður hleypt af stokkunum fimmtudaginn 15. mars kl. 17:15 á opnun afmælishátíðar Hönnunarmars í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi. Efnt var til söfnunarátaks á áli í sprittkertum yfir hátíðarnar til þess að efla vitund almennings um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu á því áli sem til fellur á heimilum. Nú bregða hönnuðir á leik með efniviðinn í samstarfi við Málmsteypuna Hellu.